Ísland, stórasta land í heimi!

10...10. bekkur frumsýnir föstudaginn 20. febrúar leikrit eftir Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur, Ísland, stórasta land í heimi. En hún er einni leikstjóri verksins. Leikritið segir á skoplegan hátt frá Hollendingi sem kemur hingað til lands og við fáum að fylgjast með honum fara um landið.
Hann er fróðleiksfús og langar að hitta borgarstjórann í Reykjavík, hver ætli það sé? Ólafur, Dagur, Hanna Birna? Hann fer um Skagafjörð og hvern hittir hann þar, ísbjörn eða Björn Bjarnason? Lendir hann í búsáhaldabyltingunni á Austuvelli eða hvað? Hvert er gengi krónunnar akkúrat dagana sem hann dvelur á landinu? Hann er sem sagt á ferðinni um landið nú á tímum og fær mjög skemmtilega sýn á land og þjóð.
Sýnt verður í Samkomuhúsinu. Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning – fös 20.febrúar kl: 20
2. sýn – lau 21. febrúar kl. 17
3. sýn – mán 23. febrúar kl. 20
4. sýn – mið 25. febrúar kl. 20
5. sýn – fös 27. febrúar kl. 20
6. sýn – lau 28. febrúar kl. 17
7. sýn – sun 1. mars kl. 17
 
Aðeins þessar sýningar.

Athugasemdir