- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í sjötta og sjöunda bekk unnu með íslenska tungu í tengslum við dag hennar 16. nóvember síðastliðinn. En íslenskan býr yfir óteljandi orðum um allskonar. Nemendum var falið að eiga samtal við foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi og velja sér síðan uppáhalds orðið sitt í fjórum flokkum; skrýtnasta, fyndnasta, ljótasta og fallegasta orðið.
Nemendur skrifuðu orðin sín niður á laufblöð sem síðan myndaði íslenskutré sem prýðir nú vinnusvæði nemenda. Færni í notkun tungumáls, bæði móðurmáls og annarra mála, er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum. Hæfniviðmið í íslensku eru sett fram í fjórum mismunandi flokkum, talað mál, hlustun og áhorf mynda þann fyrsta, síðan lestur og bókmenntir, þá ritun og að síðustu málfræði. Það má tengja ýmis hæfniviðmið við verkefni sem þetta, s.s. að nemandi geti tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum og geti hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |