Íþróttadagur

Fjórir nemendur tíunda bekkjar fengu það hlutverk að taka myndir á íþróttadegi og skrifa smápistil...
Fjórir nemendur tíunda bekkjar fengu það hlutverk að taka myndir á íþróttadegi og skrifa smápistil.
Brynhildur Þ.
Dagurinn byrjaði stundvíslega klukkan 8:15 á því að nemendur hittu umsjónarkennara sína í heimastofum. Byrjað var á því að fara í gönguferð, tveir árgangar saman, eldri og yngri. Eftir gönguferðina fóru nemendur hver í sína stofu og fengu þar ávexti í boði Samkaupa. Eftir klukkan 9:30 voru leikir og sprell í höllinni, fótbolti og leikir á sparkvöllunum, gönguskíði á túninu við Framhaldsskólann, skíðasvæðið var opið og sundlaugin. Nemendum gekk misvel á skíðunum en enginn verður óbarinn biskup. Dagurinn gekk annars vel og allir virtust skemmta sér hið bestaJ
Myndir frá deginum má sjá HÉR
Anna Björg, Símon, Magnea og Bóas.