Lagt af stað í gönguferðina
Íþróttadagur var í skólanum föstudaginn 11...
Íþróttadagur var í skólanum föstudaginn 11. maí. Þessi dagur rann upp með slyddu og hita við frostmark. En það var bara
skundað af stað og farið í gönguferð, að henni lokinni voru bornir fram ávextir, í boði Samkaupa, sem voru borðaðir af bestu list. Um
hálf tíu fóru allir á þá staði sem þeir höfðu valið og gekk bara vel miðað við veður. Það sem var
í boði var sundlaug, íþróttahöll, sparkvellir, fjallganga, fjöruferð, skógarferð, spil og tafl.
Þegar dagskrá lauk klukkan tólf, voru bæði börn og fullorðinir mun líflegri en þeir voru í morgunsárið.