Jákvæður agi – positive discipline

Nú vinnum við af fullum krafti við innleiðingu jákvæðs aga.

 Allir í skólanum hafa verið festir á mynd – myndir af umsjónarkennurum ásamt nemendum hanga uppi í öllum umsjónarstofum, myndir af öðru starfsfólki hanga uppi þar sem við á. Allir hafa unnið bekkjarsáttmála og komið sér saman um reglur, myndir úr þeirri vinnu má sjá hér.

Verkefni fram að áramótum er að skapa venjur, úthluta ákveðnum störfum í bekknum og vinna með sjálfstjórn og ráð til að róa okkur niður þegar við komumst í uppnám.Við hvetjum alla til að fá sýnikennslu hjá börnunum í hvernig heilinn virkar í þessu samhengi.

 Við tölum um verkfæri vikunnar og gerum þau sýnileg með því að festa þau á veggi skólans. Fyrst og fremst eru þessi verkfæri þó gerð sýnileg í æði og orði. Verkfæri þessarar viku er;

Komum því til skila með viðmóti okkar að við viljum öllum vel.


Athugasemdir