Nemendur í 5. bekk eru að vinna í jólabók en þar fást krakkarnir við verkefni tengd jólum og jólahaldi.
Eitt af verkefnunum þeirra var að ræða við ættingja um jólin í gamla daga. Hér kemur brot úr viðtölum sem nemendur 5. bekkjar tóku við ættingja sína um jólahald fyrri tíma og annars staðar í heiminum.
- Jólalög voru aldrei spiluð í útvarpi fyrr en 1. desember og mandarínur voru bara til í búðum fyrir jólin.
- Alveg þangað til amma var sex ára var ekkert rafmagn heima hjá þeim og þau notuðu bara kerti og olíulampa.
- Þegar amma var lítil var ekki til jólatré heima hjá þeim heldur var það spýtutré sem límt var á grænn pappír og kerti sett á
- Uppáhaldsjólaminningin mömmu er að vera vakin með kossi á jóladagsmorgun og þá var komið morgunkaffi þar sem allir fengu heitt súkkulaði, jólasmákökur, rjómatertu og fleira.
- Amma saumaði alltaf jólakjól á mömmu af því að það voru engar búðir þar sem þær áttu heima.
- Uppáhaldsjólaminning mömmu er þegar hún og bróðir hennar fóru út í fiskibúð að kaupa fisk.Þau hengu hann afhentan lifandi í poka með vatni. Svo fóru þau með hann heim og settu hann í baðkarið. Daginn eftir voru þau send út að kaupa jólatré á meðan pabbi þeirra slátraði fiskinum og mama þeirra eldaði hann í jólamatinn. Heima hjá þeim voru alltaf 12 réttir og aðalrétturinn var fiskur. Svo er alltaf lagt á borð fyrir einn aukalega.
- Þegar ég var lítil dansaði öll fjölskyldan í kringum jólatréð og söng jólalög og allir skreyttu á Þorláksmessu og það var kveikt á jólatrénu klukkan sex á aðfangadagskvöld.
- Amma segir að nú sé byrjað að undirbúa jólin miklu fyrr, gjafirnar séu dýrari og meira úrval.
- Þegar mamma var lítil sagði amma henni að það væri skylda að fara með afa í kirkju en í rauninni vildi hún bara fá frið til að elda jólamatinn.
- Þegar afi var lítill gátu ekki allir fengið að fara í jólabað á aðfangadag. Þá var ekkert rafmagn í sveitinni hjá afa og það voru líka mjög liltar gjafir.
- Besta jólaminningin hennar mömmu var þegar hún fékk skauta í jólagjöf.