- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í 1. bekk voru með helgileik um það sem gerðist á fyrstu jólunum. Nokkrir nemendur í 2 bekk spiluðu á blokkflautur og sungu. Þrír jólasveinar úr Dimmuborgum í Mývatnssveit komu i heimsókn, þessir gömlu og góðu. Þeir skemmtu og dönsuðu í kringum jólatréð með nemendum og starfsfólki skólans. Nokkrar stúlkur úr skólanum voru forsöngvarar í söngnum. Stórhljómsveit lék undir dansi og var hún skipuð nemendum og starfsfólki Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur og síðast en ekki síst Sigurði Hallmarssyni. Að þessu loknu fóru allir glaðir og ánægðir í jólafrí. Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |