18.12.2013
Þessa síðustu daga fyrir jól er unnið jólaþema í öllum skólanum. Nemendur eru víða við nám og leik í aldrusblönduðum hópum. Óhætt er að segja að jólagleðin geisli af þeim og jólalögin sungin af krafti, þó er mjög rólegt yfir. Meðal annars hafa nemendur tekið þátt í jólaballi, jólasöngsal, jólakortagerð, laufabrauðsgerð og svo mætti lengi telja.
Jólafrí hefst að loknum litlu jólum 20. des og skóli hefst að nýju mánudaginn 6. janúar 2014 skv. stundaskrá.
Gleðileg jól og kærar þakkir fyrir samveruna og samvinnuna á árinu sem nú er að líða.
Starfsfólk Borgarhólsskóla