Í desember hafa nemendur á unglingastigi og miðstigi talið niður til jóla með stærðfræðiþrautum...
Í desember hafa nemendur á unglingastigi og miðstigi talið niður til jóla með stærðfræðiþrautum.
Á hverjum degi í tvær vikur kom upp þraut sem nemendur glímdu við. Þær urðu alls 10 og hlutu þeir sem höfðu flestar þrautir
réttar vegleg verðlaun sem Landsbankinn á Húsavík gaf. Sérstaklega vil ég hrósa nemendum á miðstigi sem voru virkilega duglegir
að taka þátt og fara þurfti yfir mikinn fjölda svara við hverri þraut.
Sigurvegari á miðstigi var Elfa Björk Víðisdóttir í 7. bekk en hún hafði 7 þrautir af 10 réttar og
má það teljast mjög góður árangur hjá henni. Hún hlaut bókina Maðurinn að launum.
Sigurvegari á unglingastigi var Hlöðver Stefán Þorgeirsson í 9. bekk. Hann svaraði 5 þrautum af 10 rétt. Hann
hlaut grafískan vasareikni að launum.
Ég vil þakka krökkunum kærlega fyrir þátttökuna og vona að þau hafi haft bæði gagn og gaman af
því að glíma við þrautirnar. Einnig vil ég þakka Landsbankanum á Húsavík fyrir að gefa verðlaunin.
Kolbrún Ada