Nemendur að fara með jólatréð til byggða
Þriðjudaginn 12...
Þriðjudaginn 12. desember fór 7. bekkur að sækja jólatré upp í skógrækt með umsjónarkennurum sínum og Einari
húsverði. Ferðin gekk vel, gengið var upp Melinn og þaðan í skógræktina þar sem Jan beið eftir okkur. Jan var búinn að velja
stórt og mikið tré sem hann sagaði niður fyrir okkur. Tréð var það stórt að saga þurfti töluvert neðan af því til
að koma því til byggða og svo það kæmist inn í salinn okkar. Krakkarnir hjálpuðust svo að við að bera tréð og koma
því upp að skólanum. Þegar þangað var komið fengu þreyttir, kaldir en ánægðir ferðalangar heitt kakó.
Jólatréð verður skreytt og mun prýða sal skólans á Litlu jólunum sem verða haldin á miðvikudaginn næsta.