- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þessi þemavinna hefst mánudaginn 17.desember og verða allar kennslustundir fram að jólaleyfi notaðar í þessa vinnu. Henni er skipt í fimm hluta þar sem tveir bekkir af ólíkum stigum vinna saman að ákveðnum verkefnum.
Verkefnin sem við vinnum með:
1 og 6.bekkur: Aðventukransinn og kertin
2.og 7.bekkur: Jólabakstur og jólabakstursskraut
3. og 8.bekkur: Ýmsar jólahefðir (jólakort, laufabrauð og áramótin)
4. og 9.bekkur: Íslensku jólasveinarnir og jólakötturinn
5. og 10.bekkur: Jólatréð og jólastrésskraut
Þessa dagana lýkur skóla kl 12:20 hjá öllum bekkjum. Skólinn býður upp á gæslu fyrir 1.-4. bekk til 13.20 fyrir þá sem þurfa á því að halda.Vinsamlegast látið umsjónarkennara vita, þeir sem ætla að nýta sér þetta. Þau börn sem eru í Túni fara þangað kl. 13.20 eins og venjulega.
Það sem nemendur þurfa að hafa með sér í skólann þessa daga:
* Pennaveski * Tréliti og tússliti * Skæri * Lím * Nesti eins og vanalega
Allir mega koma með jólanesti á fimmtudeginum. Það geta verið smákökur eða annað jólalegt. Gos og sælgæti er þó ekki leyfilegt.
Á fimmtudeginum endum við daginn með því að halda Litlu jólin hátíðleg. Tímasetningar Litlu jóla eru;
1.-4.bekkur 12.20-14.00.
5.-7.bekkur 13.15-14.50.
8.-10.bekkur 14.00 15.45.
Mötuneytið verður opið fram á síðasta dag!!!
Með jólakveðju,
Starfsfólk Borgarhólsskóla
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |