Verkstæðisdagur

Það var hátíðleg stund í gær í skólanum þegar starfsfólk kom jólamyndunum á sinn stað.

Það var hátíðleg stund í gær í skólanum þegar starfsfólk kom jólamyndunum á sinn stað. En það er siður hér að koma þeim fyrir áður en verkstæðisdagur rennur upp. Þá eru jólaverkstæði í hverri stofu og við gerum ráð fyrir að börnin verði í umsjón og fylgd foreldra/forráðamanna. Ef einhver hefur ekki tök á að fylgja sínu barni þennan dag þarf að láta umsjónarkennara vita. Það verður hægt að kaupa veitingar í salnum en þar eru 10. bekkingar með kaffihús. Frístundaheimilið Tún opnar kl. 12.00 þennan dag en það er ekki matur á hótelinu svo þau sem fara í Tún þurfa að vera vel nestuð. Gott er að hafa meðferðis pennaveski, lím, skæri og jafnvel eitthvað til að geyma föndrið í s.s poka.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalegan verkstæðisdag.