Nú er lokið vettvangsnámi kennaranema inn í 2...
Nú er lokið vettvangsnámi kennaranema inn í 2.bekk. Það voru þær Anna Björg Leifsdóttir og Kristjana María
Kristjánsdóttir sem voru i æfingakennslu yngri barna. Þær eru báðar héðan frá Húsavík og fyrrverandi nemendur við
skólann.
Þær skipulögðu þema í tengslum við samfélagsfræðiefnið um bílinn. Unnið var með bílinn
út frá ýmsum sjónarhornum, kosti og galla bílsins, bensínverð, bíltegundir, mengun, bílabrautir byggðar, hannaður bær
á veggspjald og fjallað um umferðarreglur. Var þessi vinna samþætt öðrum námsgreinum s.s. íslensku, stærðfræði og
myndmennt. Einnig unnu þær í öðrum námgreinum og var öll kennsla miðuð við námsmarkmið í 2. bekk.
Allt var þetta undirbúið í samráði við umsjónarkennara. Þar sem Kristjana María var nýbúin að leikstýra
Grease hjá 7. bekk nutu börnin góðs af því og lærðu nokkra dansa úr leikritinu.
Vettvangsnám er mikilvægur þáttur í námi kennaranema. Þar fá nemarnir reynslu sem nýtist þeim áfram
í náminu og innsýn inn í starf kennarans og skipulagningu sem fylgir skólastarfinu.
Börnin lærðu heilmikið á þessum dögum og nutu þess að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Við þökkum þeim
Önnu Björgu og Kristjönu Maríu kærlega fyrir samveruna.
Hér má sjá myndir frá
bílaþema.
Hanna