- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur annars bekkjar heimsóttu nýlega nemendur sjöunda bekkjar. Nemendur fyrsta bekkjar eru vinabekkur sjötta bekkjar og þannig koll af kolli upp í tíunda. Umsjónarkennarar skipuleggja vinabekkjarhitting yfir skólaárið.
Nemendur annars bekkjar höfðu stærðfræðibækurnar sínar meðferðis og fengu leiðsögn og kennslu hjá sjöundu bekkingum. Eins og Páll Skúlason, fyrrverandi rekstor sagði eitt sinn: Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka. Nemendum sjöunda bekkjar fórst það vel úr hendi að kenna sér yngri nemendum og gekk heimsóknin virkilega vel.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |