- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Góðir gestir komu í skólann í dag. Fulltrúar frá Kíwanisklúbbnum Skjálfanda á Húsavík og fulltrúi Eimskips komu og færðu nemendum fyrsta bekkjar reiðhjólahjálma.
Kíwanismenn voru einnig svo rausnarlegir að færa skólasafni Borgarhólsskóla peningagjöf til kaupa á sófum á safnið. Sófarnir komu í hús sl. föstudag, 25. maí 2012. Fleiri félagasamtök og fyrirtæki hafa styrkt sófakaupin og flutning sófanna milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Nánar verður greint frá átakinu Söfnum fyrir sófa og sessum við skólaslit Borgarhólsskóla nú í lok skólaársins.
Við í Borgarhólsskóla færum Kíwanisklúbbnum Skjálfanda og Eimskip okkar bestu þakkir.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |