- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í bókinni Komdu og skoðaðu líkamann sem einkum er ætluð nemendum í fyrsta og öðrum bekk er fjallað um gerð líkamans, starfsemi hans og þarfir. Nemendur fyrsta bekkjar hafa undanfarið blandað saman íslenskukennslu og samfélagsgreinum og unnið með bókina og efni hennar.
Nemendur voru áfar áhugasamir og lögðu sig alla fram við verkefnavinnu. Þeir hafa lært um hvernig einstaklingur verður til og helstu hlutverk líffæra. Sömuleiðis lært um hvað er hollt og óhollt, frumur líkamans og fleira skemmtilegt. Vinnan þótti ákaflega skemmtileg og höfðar til allra nemenda.
Hér má sjá sýnishorn af vinnu nemenda.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |