Læsisráð og alþjóðadagur bókarinnar

Það leynast ýmis ævintýri í bókinni
Það leynast ýmis ævintýri í bókinni

Lestur byggist á tungumálinu og því má segja að lestrarnám hefjist þegar barn fer að veita málhljóðum tungumálsins athygli, reyna að tjá sig og skilja það sem sagt er. Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Hljóðkerfis- og hljóðavitund gegna mikilvægu hlutverki hvað lestrarnám varðar.

 Í gær 23. apríl var alþjóðadagur bókarinnar og helgaður bókum. Dagurinn tengist einnig æviferli margra mikilvægra rithöfunda en Halldór Laxness fæddist á þessum degi. Lestur er mikilvægur. Líka yfir sumartímann.

 

Við birtum hér nokkur læsisráð

Lestur

  • Lesa daglega fyrir börnin.
  • Lesa á lifandi hátt.
  • Segja sögur.
  • Velja lesefni sem hæfir þroska og áhugamálum.
  • Ræða saman um lesefnið.
  • Skoða kápu bókarinnar og ræða um heiti hennar.
  • Um hvað ætli bókin fjalli?
  • Hvað vitum við meira um það?
  • Lesa stuttan kafla og ræða innihaldið.
  • Spyrja „Af hverju heldur þú að ...?
  • Spyrja út í söguna.
  • Vera góð lestrarfyrirmynd.
  • Vekja athygli á nýjum orðum og ræða merkingu þeirra.

 

Tal

  • Gera kröfur um að börnin svari
  • með orðum/setningum.
  • Hvetja börnin til að segja frá
  • atburðum líðandi stundar.
  • Hvetja börnin til að tjá sig.
  • Kryfja málin með börnunum.
  • Nota ljósmyndir úr leikskólastarfinu til að skapa
  • samræður með börnunum.
  • Syngja og fara með þulur.

 

Orðaforði

  • Hafa orð á hlutum og athöfnum.
  • Nota orð við mismunandi aðstæður.
  • Nota fjölbreyttan orðaforða.
  • Spyrja opinna spurninga.
  • Nota valspurningar.
  • Endurtaka orð og setningar rétt.
  • Vera góð málfyrirmynd.
  • Fá börnin til að hlusta á fyrirmæli og fara eftir þeim.