- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Góð lestrarkennsla er aðeins möguleg ef lestrarkennarinn býr yfir góðri þekkingu á undirstöðuþáttum lestrar og nýtir gagnreyndar aðferðir við kennslu. Í skólanum er starfandi læsisteymi sem miðlar færni sinni bæði til starfsfólks og nemenda.
Lesfimiþjálfun, með áherslu á hraða og nákvæmni, hefur fengið mikið svigrúm í umræðunni undanfarið og verið sá þáttur lestrarkennslu sem kennarar finna sig hvað öruggasta í. Lesfimikennsla, og önnur formleg lestrarkennsla, hefur hins vegar ekki fengið mikið svigrúm í íslenskum skólum nema þá einna helst á yngsta stigi. Úr þessu þarf að bæta með markvissri beitingu kennsluaðferða sem efla lesfimi og þurfa kennarar að kunna skil á fjölbreyttum aðferðum til að gera kennsluna merkingarbæra fyrir nemendur og hjálpa þeim í átt að auknum árangri.
Læsisteymið stóð fyrir verkefni í öllum árgöngum skólans nýlega til að auka áhuga á bókum og lestri. Nemendur fóru í stopp-bókadans. Nemendur skemmtu sér vel og þetta lital verkefni aðeins liður í því að efla læsi meðal nemenda. En lesturinn keppir við aðra afþreyingu sem er skjótvirkari að ná til barnanna og mikilvægt að nýta sér fjölbreytni til að efla lestrarmenningu og umgjörð alla um læsi. Lestrarmenning endurspeglar viðhorf heimila, skóla og samfélagsins alls til læsis.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |