Laugaferð 9. bekkjar - Ferðasagan

Við dvöldum að Laugum í Sælingsdal frá mánudegi til föstudags...
Við dvöldum að Laugum í Sælingsdal frá mánudegi til föstudags. Með okkur voru krakkar úr þremur öðrum skólum, Grunnskóla Snæfellsbæjar, Grunnskólanum á Hofsósi og Korpuskóla í Grafarvogi. Verkefni vikunnar voru afar margvísleg, leikir og sprell, auglýsingagerð, ræðumennska, galdrar, gönguferðir, brjóstsykursgerð og ýmislegt fleira. Á hverju kvöldi voru uppákomur sem krakkarnir gátu valið um að taka þátt í, margir nýttu sér billjard- og borðtennisherbergið vel , aðrir flökkuðu á milli herbergja til að kynnast nýju fólki.  
Þetta var frábær vika, við fararstjórarnir vorum sammála um að vikan hefði tekist afar vel, það var ekkert vesen á neinum, alls voru þarna um 90 9.bekkingar samankomnir og ekki tók nema um 10 mínútur að koma þeim í rúmið!!! Það segir mjög mikið um það hversu frábærir krakkar þetta eru.
Takk fyrir skemmtilega viku.
Halla Rún Tryggvadóttir
Ferðasagan
 
Við áttum að mæta upp í rútu kl. 8. Nokkrir voru náttúrulega pínu seinir og það tók líka tíma að laga til dótið sitt og svona. Við lögðum svo af stað um hálf 9 leitið. Ég held að flestir hefðu viljað sofa smá á leiðinni, nema kannski þeir öftustu og þeir héldu vöku fyrir flestum, held ég. Rútuferðin var ágæt, margir náttúulega þreyttir þegar komið var á Lauga en annars voru flestir mjög hressir. Við stoppuðum þrisvar á leiðinni, á Akureyri, í Varmahlíð og Staðarskála. Við komum á Lauga um kl. 14:15 og fórum í herbergin okkar. Ég var með Stínu og Kaju í herbergi 311, efst uppi. Svo var fundur um hvað við ættum að gera. Ég er í hópi 1. Mér finnst hópurinn okkar mjög fínn. Eftir fundinn fórum við í tíma að læra ræðumennsku og framkomu. Við þurftum að standa upp fyrir framan allan hópinn og halda ræðu um okkur sjálf, sem sagt kynna okkur. Það gekk ágætlega. Margir auðvitað feimnir en þetta gekk samt vel. Eftir þennan tíma fengum við smá tíma til að skipta um föt fyrir næsta tíma, sem var inni í íþróttasal. Þar fórum við í allskonar leiki. Það var mjög gaman. Kennararnir í báðum tímunum voru mjög skemmtilegir. Ræðumennskukennarinn heitir Jóhanna, kölluð Jóga en íþróttakennarinn er danskur og heitir Jörgen.Eftir leikina var ákveðið að fara í sturtu. Ég fékk að fara í sturtu hjá stelpunum í herbergi 101 þar sem flestar sturtur voru uppteknar. Svo græjuðum við okkur og spjölluðum í smá stund og svo matur kl. 18:15. Eftir mat fór ég með einhverju fleira fólki að labba um og skoða fólkið. Ég mætti í brjóstsykursgerð kl. 19:45 og bjó til brjóstsykur. Það var mjög gaman. Eftir það kynntist ég nokkrum stelpum frá Ólafsvík. Og kynntist alveg fullt af fólki eftir það. Mér fannst þetta mjög fínn dagur.
Elín Jósepsdóttir 9.8.
 
Frá Húsavík hélt föngulegur hópur gemlinga úr 9. bekk. Kennarar unglingstigs önduðu léttar þegar við ókum af stað. Vitandi að þeir þurfa ekki að kenna okkur næstu vikuna eða svo. En að sjálfsögðu voru ekki allir svo heppnir/óheppnir að losna við okkur, því hingað komu líka Dóri (skólastjóri), Irmý Dómhildur (Ibo) og Halla (dönskukennari).Leiðin hingað gekk svona líka vel. Þá var farið í að drösla töskunum upp í herbergi. Næstu klukkustundirnar mættum við krakkarnir í fjölmarga tíma, sem voru m.a. leikir og sprell, kjarkur og þor, gönguferð þar sem vegfarendur áttu að para sig í hópa tveir og tveir, því að annar átti að vera blindur og hinn að stjórna. Það reyndist nú bara skrambi erfitt! Því hér er sko blessaður snjórinn. Menn duttu oní holur, mönnum var hrint niður brekkur, menn löbbuðu á fólk og svona, eins og gengur og gerist þegar maður er blindur í fyrsta skipti. Síðan settist hópurinn að snæðingi, á borðstólnum í þetta skipti voru kjetbollur:)Eftir matinn lá leið okkar í nammi-iðnaðinn, þar sem við sreyttum okkuar á að gera gómsæta mola. Nói – Síríus hvað? Síðan fórum við bara að tínast í háttinn.Vöknuðum eldhress, drifum okkur í morgunmat og svo fóru sumir í sveitaferð, þar sem við fræddumst um feðgana Eirík rauða og Leif heppna. Sátum við þar í torfkofa og borðuðum nanbrauð sem stórvinur okkar Sigurður bakaði yfir opnum eldi. Sigurður fræddi okkur um þetta hörkutól sem Leifur heppni var.Í matinn þetta kvöld var kakósúpa og meððví! Eftir matinn voru svo raddböndin þanin í karókí. Teknir voru slagarar á við Dancing Queen og Eye of the Tiger. Það var mikið sprell.
 
Kveðja krakkarnir úr ofurstofunni 9.9.
P.s.
1. Sigrún saknar mömmu sinnar og pabba síns.
2. Bryjna og Karen senda vinum og vandamönnum hugheilar jóla og nýárskveðjur.
3. Líney saknar mömmumatar.
4. Við söknum einnig Jóns Höskulds og Brynhildar Þráins gífurlega!!!
 
Miðvikudagurinn á Laugum
 
Vöknuðum alveg eldhress í morgun. Skelltum okkur í morgunmat og hentum okkur í tíma. Við lærðum að galdra og leika okkur með allskonar sirkusdót. Þar var sko sprell! Jæja, við skelltum okkur einnig upp agalegt álfafjall og þar komust gemlingarnir í símasamband og allir gemsarnir fóru á loft. Við hringdum í mömmu og pabba og svoleiðis. Á bakaleiðinni af álfafjallinu kom þessi hellidemba þannig að allir komu rennblautir og sætir inn aftur. Næst lá leiðin í mat þar sem við fengum þennan fína, fína fiskrétt! Það var fíntJÁ dagskránni í kvöld er víst einhver svaka spennandi óvissuferð og okkur skilst að það fari einhverjir draugar á kreik í þeirri ferð.
Ekki verður þetta lengra í bili.
 
Seinni hluti miðvikudagur

Draugaferðin var alveg ágæt. Fyrstu sögurnar voru ekkert voðalega hræðilegar en síðasta sagan var það hins vegar. Krakkarnir voru sendir niður í kjallara og Jörgen sögumaður sagði okkur einhverja sögu. Þegar lýða tók á söguna læddist Jóhanna inn og barði í allt svo allir trilltust úr hræðslu. Meira að segja aðal naglarnir trompuðust og öskruðu eins og smástelpur. Einnig mátti sjá glitta í nokkur tár.
Eftir herlegheitin fóru allir niður í matsal. Á borðstólnum var sjóðandi heitt kakó, mjólkurkex og appelsínur. Svo var margt skemmtilegt brallað.
Þegar við vorum að týnast uppí rúm, tóku "draugarnir" upp á því að hrella krakkana á efstu hæðinni. Allt rafmagn á herbergjunum sló út!   Menn urðu svolítið hræddir því einmitt eins sagan sem sögð var, var um dána gamla konu sem sló alltaf allt rafmagn út. Þannig krakkarnir urðu svolítið hræddir.
En allir sofnuðu á endanum.
 
Líney Gylfadóttir
 
 
 
Miðvikudagur!
Dagurinn í dag var mega skemmtilegur!
Við Elín sváfum af okkur morgunmatinn og vöknuðum rétt fyrir fyrsta tímann sem var galdrar! Þar var hún Jóga að sýna listir sínar, var með rúnir og steina og alls konar kukl. Svo var skyndihjálparnámskeið/fyrirlestur. Eftir það fórum við í lífsstílsfyrirlestur og sátum svona mest alan tímann. Þar á eftir var þetta dýrindis skyr og einnig brauð borið á borð. Svo var frjáls tími í eitt stykki klukkutíma, þar á eftir var námskeið í kjarki og þor, þar sem strákar og stelpur þurftu að verja sinn málstað þegar rökrætt var um snyrtivörur, fyrir mikla heppni unnu strákarnir. Í gönguferðinni á Tungustapa, sem var rétt á eftir, voru margir mjög þreyttir, en sú tilfinning hvarf fljótt þegar það mátti renna sér niður á rassinum. Á Tungustapa gréru margir símar hægt og rólega við höfuð stráka og stelpna sem hringdu í sína nánustu.Kvöldverðurinn var fiskur, hrísgrjón og meira gómsætt meðlæti. EN það var ekki fyrr en um kvöldið sem aðalfjörið byrjaði: DRAUGAKVÖLD!!! Farið var með krakkana út í kringum húsið þar sem sagðar voru ýmsar draugasögur og að lokum var farið niður í kjallara þar sem sögð var alveg rosaleg draugasaga og Jóga sstökk upp og hræddi alla. Margar stelpnanna fóru að gráta. En þrátt fyrir það var þessi dagur alveg súper. Fyrir svefntímann fengum við kakó og kex og allir hlakka til ævintýra næsta dagsJ
Karítas Friðriksdóttir
 
Fimmtudagur

Fimmtudagurinn var eiginlega svona aðal dagurinn. Þá voru sko landnámsleikarnir. Það er svona keppni á milli hópanna, Víkingar, Lóuþrælar og Sturlungar. Það var rosa gaman. Máluðum svartar og hvítar línur í andlitið á okkur og Víkingarnir settu fléttur í hárið. Svo var hörð keppni á milli liðanna og reyndi það á þol, styrk og margt margt fleira. Það var alveg frábært. Svo um kvöldið var fræga Drag-Showið, þar sem strákarnir voru málaðir eins og stelpur, klæddir eins og stelpur og svo var þeim skellt uppá svið þar sem þeir fóru alveg á kostum. Eftir það voru svo ýmsar keppnir, afhend voru verðlaun fyrir ýmislegt og það endaði svo á því að Sturlungar varð stigahæsta liðið. Næst var boðið upp á kvikmynd og svo bara frjáls tími. Svo var farið að sofa.
Líney Gylfadóttir
 
Föstudagur

Vorum ræst snemma og fórum að pakka niður, þrýfa og taka til. Svo þurftum við bara að kveðja alla krakkana :(  Töskunum var komið fyrir í rútunni mörgum tókst að fljúga á hausinn á hálkunni sem var þarna fyrir utan svo margir voru í blautum fötum í rútunni, ekki slæmt það.  Heimferðin gekk bara vel fyrir utan eitt. Farangurshólfið opnaðist, já! það opnaðist og þessi fíni og flotti gítar datt úr rútunni. Við tókum ekkert eftir því strax en um leið snerum við við og fórum að leita. Rákumst svo á gítarinn í kantinum og hann var svolítið skemmdur. En við héldum áfram og vorum svo mætt til stórborgarinnar Húsavíkur um 17:00.
Líney Gylfadóttir