- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Halló kæru lesendur!
Við í 9. bekk erum komin heilu og höldnu í skólabúðirnar á Laugum.
Á mánudagsmorgun, 4.febrúar, var haldið af stað kl. 5:30 og allir mættu rosa hressir í rútuna. Smá snjókoma var þegar við lögðum af stað. Við stoppuðum við Laxamýri og í Hafralæk og tókum nokkra krakka upp í rútuna. Þau ætluðu sér örugglega að sofa alla leiðina en þar sem gítar var með í ferðinni var sko sungið, já sungið kl. 06:00 að morgni til!
Ferðin gekk í heildina mjög vel og vorum við komin í Lauga um 11:30. Við komum strax í dýrindis hádegismat hjá Mörtu og fengum kynningu frá kennurunum Jörgen, Jenny, Ívari og forstöðukonunni Önnu auk allra fararstjóra.
Eftir hádegi þegar allir voru búnir að borða var fyrsti tíminn að byrja. Þar sem búið var að skipta okkur niður í þrjá hópa, rauða hópinn, bláa hópinn og græna hópinn fóru allir hóparnir í einhvern tíma, annað hvort hjá Jörgen í íþróttir, Jenny á námskeið sem heitir Hópurinn minn eða til Ívars í blindragönguferð.
Hjá Jenny var farið í að finna nöfn á hópana. Nöfnin sem voru valin voru Rauði herinn, Vinstri grænir og Blápungarnir.
Um kvöldið var svo samrhistingur þar sem allir hóparnir fóru saman í leiki í íþróttasalnum.
Á degi tvö fengum við að sofa til 8:15 en þá vorum við ræst í morgunmat þar sem boðið var upp á ýmsar kræsingar. Klukkan 9:30 byrjuðu fyrstu tímarnir og þá var farið í ,,Hollt og gott, ,,Leikir og sprell og einn hópurinn fór í þrautabraut.
Eftir hádegi fóru sumir á stefnumót, aðrir að spila félagsvist og gögl. Svo í síðasta tímanum löbbuðu allir hóparnir upp á lítið fjall sem heitir Tungustapi. Þar sagði Jenny okkur sögu um dómkirkju álfanna. Svo var frjáls tími fram að kvöldmat og framreiddur var rosalega góður fiskur a la Marta. Um kvöldið var spurningakeppni um Lauga og allt annað. Rauði herinn sigraði þá keppni með prýði. Við fengum svo kvöldhressingu sem voru rosalega góðir kanilsnúðar með súkkulaði.
Á þriðja degi var ýmist farið í að halda ræðu, fara á stefnumót eða að spila félagsvist. Eftir þann tíma var hlaupið yfir í næsta tíma og í þeim tíma var okkur kennt að gögla (juggle) og margt fleira skemmtilegt hjá Jörgen eða farið á fyrirlestur hjá Jenny sem heitir: ,,Hvað segir þú? eða spila félagsvist hjá Ívari. Svo var skipt svo allir gætu nú fengið að prófa þetta allt. Það sama var gert eftir hádegi, allir hópar skiptu um námskeið. Á meðan fólk var að bíða eftir Lasagnanu var hægt að skella sér í sund eða í íþróttahöllina. Um kvöldið var ,,Draugasögukvöld, ekki fyrir viðkvæma. Um kvöldið voru flestir mættir gallaðir upp, tilbúnir að mæta draugum Lauga en Jörgen leiddi okkur í gegn um þá göngu. Þegar við komum inn úr snjókomunni var boðið upp á heitt kakó og kex. Svo var farið að sofa.
Dagur 4
Þá var fimmtudagurinn runnin upp, heimferð á morgun
Á fimmtudeginum var haldið í sveitaferð á Stóra-Vatnshorn, Erpsstaði og Eiríksstaði. Á Erpsstöðum voru skoðaðar kýr og hvernig þær eru mjólkaðar, þar voru líka folöld, naggrísir, hænur og kanínur. Á Stóra-Vatnshorni skoðuðum við kindur og fengum að sjá þegar bóndinn rakaði ullana af einni kindinni. Síðast en ekki síst voru Eiríksstaðir. Þar var maður sem sagði okkur frá Eiríki rauða og gömlum sögum. Sögurnar voru sagðar í gömlum kofa eða húsi eins og hann átti. Við fengum líka að smakka rosalega gott brauð.
Þegar við vorum komin aftur upp á Lauga fengum við grjónagraut og svo var hægt að skella sér í sturtu til að skola mestu fjósalyktina af sér. Eftir það voru svo valtímar, það var hægt að fara í þrautabrautina hjá Ívari í tímatöku, spádóma hjá Jenny og gögl hjá Jörgen. Fyrir kvöldmat var svo fundað til að liðin gætu ákveðið fagnaðaróp og hverjir myndu keppa í hverju. Í kvöldmatinn var gómsæt pizza frá Mörtu með frönskum, kokteilsósu, tómatsósu, vatni og djúsi. Eftir mat fóru liðin svo að keppa í Laugaleikunum. Keppt var í ýmsum skemmtilegum þrautum. Eftir mikla samkeppni á Laugaleiknum var sundlaugapartý. Sundlaugarpartýið var mjög skemmtilegt, músík og læti. Starfsmenn Lauga sögðu að þetta verið skemmtilegasta sundlaugarpartýið frá upphafi.
Eftir að allir höfðu baðað sig var farið í kvöldkaffi, það var skúffukaka og mjólk sem var ótrúlega gott, Marta alveg eðal matreiðslukona.
Þetta kvöld máttum við vaka lengur þar sem þetta var nú síðast kvöldið.
Dagur 5
Það var vaknað 8:15 eins og hina dagana og farið svo í morgunmat. Farið var svo strax að laga til pg setja í töskur. Fljótlega var farið að bera töskur út í bíl. Eftir að búið var að kveðja kennara, nemendur og aðra sem þarna var haldið heim á góðu Húsavík eftir frábæra viku.
Nína Björk Friðriksdóttir
Myndir má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |