Þann 30...
Þann 30. og 31. ágúst fóru 6. bekkir í Borgarhólsskóla ásamt 6. bekk í Hafralækjarskóla í vettvangsferð
að Hraun í Aðaldal. Dagarnir voru skiptir þannig að önnur deildin frá Borgarhólsskóla og börnin úr Hafralækjarskóla
fóru fyrri daginn og hin deild úr Borgarhólsskóla fór seinni daginn.
Börnunum var skipt í hópa og fengu þau að veiða og stunda rannsóknir til skiptis. Þetta var mikið fjör og skemmtu börnin
sér frábærlega. Veðrið var það eina sem hefði mátt vera öðruvísi. Fyrri dagurinn var frekar blautur. Þannig voru það
að flestir orðnir rennandi blautir eftir klukkutíma, en það stoppaði okkur ekki. Það veiddist reyndar ekki neitt fyrri daginn, en enginn velti því
sérstaklega fyrir sér. Það sem bjargaði stemningunni eftir hádegi var kakó í boði Náttúrustofunnar.
Annar dagurinn var að hluta til þurr og voru ekki börnin jafn blaut. Líka virtist fiskurinn vera kominn í betra skap og lét lokka sig til að
bíta á. Krakkarnir veiddu fimm flotta fiska og voru afar ánægð með það.
Börnin í Borgarhólsskóla vilja þakka öllum þeim sem gerðu þessa ferð að raunveruleika.
Hermann Bárðarson, leigjandi árinnar í landi Hrauns.
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands
Aðrir sem studdu okkur og gerðu þetta mögulegt.
Hólmgrímur Kjartansson, bóndi Hrauni sem er landeigandi
Bárður dýralæknir (faðir Hermanns). Það var búið að leigja þessa daga út en Bárður keypti veiðileyfin til baka og
hefur því stutt þetta verkefni
fjárhagslega.