- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Við í 10. bekk höfum verið að æfa leikritið Leikfangalíf eftir Erlu Rut Harðardóttur í leikstjórn Sigurðar Illugasonar. Leikritið fjallar um leikföng sem hefur verið komið í endurvinnslu eftir að fyrrum eigendur þeirra hafa vaxið frá þeim. Þar taka þrír álfar við þeim og leiðrétta leikföngin svo hægt sé að gefa þau fátækum börnun sem annars fá ekki pakka á jólunum. Þegar nýtt leikfang kemur í endurvinnsluna sem neitar að horfast í augu við að sér hafi verið hent þurfa leikföngin sem fyrir eru að vinna saman og hjálpa þessari aumingjans Bratzbí prinsessu að takast á við nýtt líf. Í leikritinu eru fullt af skemmtilegum lögum og dönsum. Þar koma fyrir klappstýrur, bangsar, dúkkur, kanína og margt fleira skemmtilegt. Við hvetjum alla til að mæta og ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Sýningar verða:
2. sýning Föstudaginn 8. mars kl. 20:00
3. sýning Laugardaginn 9. mars kl. 13:00
4. sýning Laugardaginn 9. mars kl. 16:00
5. sýning Sunnudaginn 10. mars kl. 13:00
6. sýning Sunnudaginn 10. mars kl. 16:00
Fyrir hönd 10. bekkjar
Óskar Páll Davíðsson
Myndir má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |