- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Sundkennsla hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. En hún hefur oft verið það fag sem hefur átt á brattan að sækja og ekki verið efst á vinsældarlista nemenda. Það á hinsvegar ekki við hjá nemendum Borgarhólsskóla. Nemendur eru upp til hópa jákvæðir og duglegir og allir reyna synda eftir bestu getu. Nemendur læra að bjarga sér og öðrum og ná að tileinka sér helstu grunnatriðin í sundaðferðunum.
Sundtímarnir byggjast á því að nemendur fái sem mesta hreyfingu í sundlauginni. Þeir þurfa að synda ákveðnar ferðir þar sem oft eru notuð hjálpartæki s.s. korkar eða froskalappir. Auk þess sem þeir synda töluvert í gegnum leiki. Helstu leikirnir hjá okkur eru körfubolti, blak, spilaleikur, gryfjubolti, kýló og boðsund. Einnig fá nemendur stundum val um það hvernig þeir synda það sem á að synda.
Ef sundkennslan reynist nemendum erfið af einhverjum orsökum þá reynum við að finna lausn í samráði við nemendur og foreldra þannig að allir geti fengið kennslu á sínum forsendum.
Sund er frábær hreyfing og nemendur fá stórt hrós fyrir þátttöku þeirra í sundtímunum það sem af er þessu skólaári.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |