Lífið í Úganda

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem dvaldi um níu mánaða skeið í litlu þorpi í Uganda í Afríku kom og heimsótti unglingadeildir skólans föstudaginn 4...
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem dvaldi um níu mánaða skeið í litlu þorpi í Uganda í Afríku kom og heimsótti unglingadeildir skólans föstudaginn 4. september síðast liðinn. Harpa Fönn sagði unglingunum frá dvöl sinni en hún fór utan á vegum belgískra hjálparsamtaka. Hún fór yfir nokkrar staðreyndir um Afríku og Uganda. Einnig spurði hún krakkana hvað þeir vissu um Afríku og Uganda, í ljós kom að flestir vissu eitthvað neikvætt um þessa heimsálfu og þetta fátæka land.
Hlutverk Hörpu Fannar í Uganda var annars vegar að aðstoða bændur við ræktun á chilli pipar og hins vegar að kenna börnum í 7.  bekk. En nemendur hennar sem voru um það bil 70 í bekknum voru á aldrinum 12 – 20 ára.
Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og náði Harpa Fönn vel til hópsins. Unglingarnir hlustuðu af athygli og vonandi eiga einhverjir í hópnum eftir að taka þátt í verkefnum sem þessum.
Við þökkum Hörpu Fönn kælega fyrir að vilja koma til okkar og deila þessari reynslu með okkur.
Halla Rún Tryggvadóttir

Athugasemdir