Löng hefð fyrir salarskemmtun

Það er löng hefð fyrir salarskemmtunum í Borgarhólsskóla. Nemendur skipuleggja skemmtun fyrir samnemendur og aðstandendur. Markmið með þessum skemmtunum er m.a. að auka sjálfstraust og öðlast færni í að koma fram fyrir áhorfenur. Sömuleiðis að æfa félagsfærni og stuðla að sköpunargáfu. Fyrir utan hið augljósa að nemendur njóti þess að skemmta sér og öðrum. Skemmtun er grunnþáttur í lífinu sem stuðlar að andlegu heilsu og vellíðan.

Nemendur þriðja bekkjar voru með salarskemmtun í vikunni þar sem nemendur sýndu leikritið Úlfur, úlfur og ælupest eftir kennarann sinn Þorbjörgu Örnu. Nemendur fluttu líka skólasönginn okkar og sögðu nokkra brandara.