- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur 8. bekkjar hafa verið að læra líffræði í vetur. Áhersla hefur verið lögð á hvernig lífríkið tengist þeirra eigin lífi, hvernig við getum nýtt náttúruna og hvað ber að varast í kringum okkur.
Í dag var hefðbundin bókleg kennsla brotin upp og nemendur unnu saman í hópum. Viðfangsefnið var bleikja þar sem hver hópur fékk krufningarhnífa, víðsjár og önnur áhöld til að rannsaka með. Nemendur skáru fiskana upp og skoðuðu í þeim hjartað, lifrina, tálknin, tunguna, augun, sundmagann, o.fl. Besti náttúrufræðitími sem ég hef farið í á ævi minni‟ fullyrti einn nemandi.
Maginn og innihald hans vakti mesta athygli nemenda en hann var fullur af fóðri. Skólinn fékk fiskana gefins hjá Fiskeldinu Haukamýri og við þökkum þeim fyrir það.
Sjálfbærni hefur verið fyrirferðamikil í kennslustundum í náttúru- og samfélagsfræði og framtíð okkar á Jörðinni rædd. Fæða mannkyns í framtíðinni kemur oft upp í umræðunni og snýst hún þá oft um skordýr. Þörungar er annar hópur lífvera sem gæti verið notaður í auknum mæli. Nemendur fengu að smakka þurrkaða og ristaða grænþörunga. Ekki sló bragðið í gegn hjá nemendum þó fáeinir vildu meira.
Hildur Anna fer fagmannlega með fiskinn
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |