Menningarferð

Miðvikudaginn 27...

Miðvikudaginn 27. október fór 1.-5. bekkur til Akureyrar í sannkallaða menningarferð. Þau fóru í menningarhúsið Hof, þar flutti Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff. Verkið er sviðsett með leikbrúðum og sett upp í samstarfi við Brúðuheima í Borgarnesi og Leikfélag Akureyrar. Leikbrúðustjórnandi er Bernd Ogrodnik. Krakkarnir skemmtu sér afar vel og voru til mikillar fyrirmyndar.

Að lokinni brúðuleiksýningu og tónleikum, var haldið inn í Hrafnagilsskóla að snæða hádegisverð og þökkum við þeim móttökurnar. Að loknum matartíma var svo farið í Kjarnaskóg og Flugsafn Íslands.