Ein af þessum fallegu myndum
Í haust tóku 4...
Í haust tóku 4.-5. bekkur Borgarhólsskóla þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu í Ingleton, Bretlandi.
Hver skóli mátti senda 10 myndir. Þema sýningarinnar var tvíþætt, annarsvegar heimurinn minn og hinsvegar tilfinningar.
Krakkar frá mörgum, ólíkum löndum sendu myndirnar sínar á myndlistarsýninguna. Þar voru myndir frá Japan, Spáni,
Póllandi, Bretlandi, Austurríki, Rúmeníu, Lettlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Íslandi og Botswana. Það er mjög gaman að
skoða þessar myndir og sjá hvernig tilfinningar eru teiknaðar og hvernig þau teikna heiminn sinn.
Það var ákaflega erfitt að velja myndir héðan þar sem allir lögðu sig svo vel fram og vönduðu sig. Það voru því
mjög margar myndir sem voru vel gerðar og fínar.
Á heimasíðu skólans í Ingleton er hægt að sjá hverjir unnu keppnina og sjá allar myndirnar ásamt nafni, aldri,
þjóðerni og skóla þátttakenda.
Við stefnum á að vera með næsta haust og bíðum spennt eftir því að vita hvað verði þema á þeirri
sýningu.