- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Búið er að opna Næðisver í Borgarhólsskóla. Markmiðið með því er að bjóða nemendum sem eiga erfitt með einbeitingu inn í bekk að fara úr aðstæðum um stund hvort heldur er til að læra eða slaka á. Hægt er að fá aðstoð við verkefnavinnu, lesa, hlusta á slökunartónlist eða eiga létt spjall við starfsmann. Næðisverið er staðsett í Skólaseli og til að byrja með er opið milli kl. 9:30 og 11:15 alla daga. Lokað er í frímínútum.
Næðisverið er tilraunaverkefni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |