Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur 7...
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur 7. bekkjar sækja
jólatré skólans sem prýða mun Salinn. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð er sótt í skógræktina í
Melnum í Húsavíkurfjalli. Það var Jan Klitgaard garðyrkjufræðingur með meiru sem fylgdi hópnum eftir og sagaði tréð niður og
þótti nemendum það hinn skemmtilegasti viðburður enda tréð stórt og tilkomumikið. Nemendur báru tréð svo heim að
skólanum og þurfi að skipta með sér verkum við burðinn og reyndi mikið á samvinnu. Þegar heim var komið beið nemendanna heitt kakó
sem var gott að ylja sér á áður en farið var í helgarfrí.
HBH