- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu söngleikinn High School Musical í gær. Hreindís Ylva Garðarsdóttir á íslenska þýðingu. Sem fyrr var leikstjórn í höndum Karenar Erludóttur en hún hefur tekið að sér leikstjórn hjá mörgum árgöngum skólans. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og gott samstarf.
Skólasöngleikurinn er bandarísk sjónvarpsmynd frá Disney Channel sem kom út í árið 2006. Stjarna körfuboltaliðsins í East High, Troy Bolton og stærðfræðisnillingurinn Gabriella Montez hittast á gamlárskvöld í partýi á skíðasvæði í jólafríinu. Þar taka þau þátt í karókí keppni og syngja Start of Something New. Þau komast að því að það er einhver neisti á milli þeirra og enda á því að skiptast á símanúmerum.
Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og mikil tilhlökkun meðal nemenda. Verkefnið hefur þjappað nemendum saman sem ljúka senn grunnskólagöngu sinni. Það er liður í fjáröflun tíunda bekkjar fyrir skólaferðalagi en um leið æði mikið nám; að koma fram, skapa og túlka, stýra ljósum o.fl. Við hvetjum öll til að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu. Næsta sýning er í dag kl. 14:00 og svo eru sýningar á sunnudag, mánudag og þriðjudag.
Miðapantanir:
Miðaverð:
2000 kr. Fyrir fullorðna
1000 kr. Fyrir 16 ára og yngri
Nemendur saman á sviðinu
Nemendur þakka Karen kærlega fyrir samvinnuna og samstarfið
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |