- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hluti af námi nemenda eru skylduvalgreinar. Þannig hafa nemendur áhrif á eigið nám. Ein af skylduvalgreinum Borgarhólsskóla fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk er heilbrigði og velferð. Þar eru viðfangsefnin margskonar sem lúta að bakstri og eldamennsku, útiveru, lífsleikni almennt og margt fleira.
Nýlega fór nemendahópurinn í greininni ásamt kennurum í vísindaferð í Norðlenska í tengslum við sláturtíð en sláturhús Norðlenska á Húsavík er ein stærsta afurðarstöð í sauðfjárslátrun á Íslandi. Tilgangurinn var að sjá ferlið á sláturgerð frá slátrun til fullvinnslu. Nemendur hófust svo handa við sláturgerð en Norðlenska gaf efnið til sláturgerðarinnar. Nemendur útbjuggu lifrarbuff, blóðmör og lifrarpyslu og höfðu sannarlega gaman af.
Afraksturinn má sjá í myndbandi með því að smella á myndina hér að neðan. Ferlinu lýst af Margréti Sigfúsdóttur fyrrverandi skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |