- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er löng hefð er fyrir því að nemendur tíunda bekkjar fari í útskriftarferð að vori þar sem hver klukkutími er nýttur í skemmtilega afþreyingu. Nemendur vinna hörðum höndum allt skólaárið við að afla fjár fyrir ferðina. Meðal verkefna sem þeir taka sér fyrir hendur er að halda úti sjoppu á unglingastigi þar sem seldir eru drykkir og brauð. Á fimmtudögum skiptast þeir á að koma með skúffukökur til að selja.
Á Verkstæðisdeginum opna nemendur tíunda bekkjar kaffihús í sal skólans og selja brjóstsykur sem þeir sjálfir framleiða. Þeir standa fyrir ýmsum viðburðum fyrir aðra nemendur skólans, selja sælgæti og túlípana. Stærsti liðurinn í fjáröflun er uppsetning á leikriti en undirbúningur fyrir það er hafinn. „Ó já, dans er hluti af sál minni. Ég hef gaman af því, það gleður fólk og það gleður mig“, sagði Danny Zuko eða John Travolta forðum en krakkarnir munu setja upp söngleikinn Grease.
Um þessar mundir eru nemendur að undirbúa sölu á skólapeysum. Boðið verður upp á nokkra liti á hettupeysum í bæði barna- og fullorðinsstærðum. Fyrsta og annan febrúar býðst öllum nemendum að koma, skoða og máta peysur milli klukkan 16 og 17:30.
Nemendur þakka fyrir fram fyrir stuðninginn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |