- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Við vitum öll að hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna og unglinga. Samhliða aukinni netnotkun eykst mikilvægi þess að allir læri á umferðareglur netsins og hvernig eigi að skilja og greina það sem þar fer fram.
Netumferðaskólinn sem er samstarfsverkefni Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar er um þessar mundir á ferðalagið um landið. Fræðslan miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu.
Þau Skúli Bragi Geirdal frá Fjölmiðlanefnd og Steinn Birna Magnúsdóttir frá Persónunefnd hittu nemendur og kennara í dag. Nemendur fjórða til og með áttunda bekk fengu fræðsluerindið og sömuleiðis kennarar á kennarafundi. Fræðsluerindið byggir niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.
Í dag verða þau með erindi fyrir foreldra leikskólanemanda á Grænuvöllum klukkan 17:00. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna þar og þökkum þeim Skúla og Steinunni fyrir komuna.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |