- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Rannsóknin nær til 4., 6., 8. og 10. bekk. Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Könnunin var lögð fyrir í mars og apríl.
Niðurstöður úr Borgarhólsskóla eru bornar saman við skóla á Norðurlandi eystra utan Akureyrar og svo landið allt.
Samkvæmt lykiltölum fjórða bekkjar þá líkar níu af hverjum tíu nemendum við skólann sem er aðeins yfir landsmeðaltali og treysta kennurunum sínum betur en nemendur annarsstaðar. Nemendur fjórða bekkjar eru síður þreyttir í skólanum eða tæplega einn af hverjum fimm. Nemendur telja sig hafa minna val um hvaða verkefni eru unnin og hvernig á að vinna þau. Samkvæmt könnuninni telja fleiri nemendur sig stundum vera skilda út undan í samanburði við aðra nemendur.
Samkvæmt lykiltölum sjötta bekkjar telja færri sig hafa orðið fyrir einelti en nemendur annarsstaðar. Nemendur treysta kennurunum sínum sömuleiðis betur. Nemendur sjá minni tilgang með námi og hreyfa sig minna. Samkvæmt niðurstöðunum lenda nemendur sjötta bekkjar í skólanum mun sjaldnar í slagsmálum en aðrir nemendur á landinu. Gerandi í einelti er enginn samkvæmt könnuninni og þolendur eineltis mælast færri og lenda sjaldnar í einelti. Þegar spurt er um einelti á netinu eru fleiri nemendur skólans sem segjast taka þátt í slíku. Nemendur sjötta bekkjar sem eru því mjög ósammála að eiga vin sem þeir deila með sér gleði og sorg eru fleiri en mælist annarsstaðar.
Samkvæmt lykiltölum áttunda bekkjar eru níu af hverjum tíu sem líkar við skólann en aðeins rúmlega helmingur sem finnur tilgang með náminu og treystir kennurunum sínum vel. Nemendur bekkjarins upplifa minni streitu í námi en þeir til samanburðar gera. Sömuleiðis finnst nemendum skólans ekki of mikið heimanám á meðan nemendum annarsstaðar upplifa stress vegna álags af völdum heimanáms. Nemendur skólans skera sig nokkuð úr þegar þeir svara því hvort þeir fái að taka þátt í að ákveða hvaða verkefni eru unnin og hvernig skal vinna verkefni en hlutfall þeirra er lægra hér en annarsstaðar. Neysla gosdrykkja mælist meiri hér en meðal nemenda til samanburðar og neysla sælgætis sömuleiðis.
Einn af hverjum þremur nemendum í áttunda bekk hefur upplifað einelti. Hlutfall þeirra sem svara því játandi að taka þátt í að leggja í einelti hefur meiri tíðni í skólanum en meðal annarra nemenda. Það rímar við það að hlutfall þeirra sem segjast hafa verið lögð í einelti er hærra í skólanum en landsmeðaltal. Á þetta helst við um einelti og samskipti á netinu og á það við bæði um gerendur og þolendur. Neysla áfengis, reykingar á sígarettum og rafrettum og notkun á nikótínpúðum mælist ekki.
Samkvæmt lykiltölum tíunda bekkjar eru færri nemendur sem líkar við skólann sinn en landsmeðaltal gefur til kynna. Fleiri sjá tilgang með námi en mælist annarsstaðar. Nemendur virðast hreyfa sig minna en gengur og gerist. Um sex af hverjum tíu segjast kennurunum sínum vel. Þreyta meðal nemenda virðist minni.
Stress um að taka ákvarðanir um framtíðarstörf og menntun mælist meira hér og áhyggjur af framtíðinni sömuleiðis. Þá telja nemendur skólans sig síður hafa tíma fyrir frítíma og tómstundir. Nemendur skólans telja sig fá meiri stuðning frá kennara en mælist annarsstaðar hvort sem spurt er um að skoðanir og hugmyndir þeirra séu virtar, hlustað sé á sig og þeim sýndur áhugi. Nemendum finnst bekkjarfélagar sínir síður taka sér eins og þeir eru.
Hlutfall nemenda sem segja að tekið sé mark á hugmyndum þeirra, að þeir fái tækifæri til að hjálpa við að ákveða og skipuleggja skólaverkefni og að þeir skipuleggi skólaviðburði er nokkuð lægra hér en mælist annarsstaðar. Sömuleiðis að nemendur taki þátt í að ákveða reglur sem gilda fyrir bekkinn og að þeir taki þátt í ákvörðunum hvernig skuli vinna verkefni. Hlutfall nemenda sem er ekið í skólann mælist hærra hér. Hlutfall nemenda sem er pirraður er hærra en mælist annarsstaðar. Neysla örvandi drykkja mælist hærra hér og á gosi og sælgæti sömuleiðis.
Einelti mælist meðal gerenda í tíunda bekk en minna meðal þolenda. Á það helst við um einelti og samskipti á netinu. Hlutfall nemenda sem segist eiga vini sem þeir deila gleði og sorg með, geta talað við vini sína um sín vandamál og geta treysta er hærra í skólanum sem mælist annarsstaðar.
Þátttakendur í Íslensku æskulýðsrannsókninni voru 12716 nemendur í íslenskum grunnskólum, þar af 100 í Borgarhólsskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá HÉR. Það er stefna ÍÆ að allur aðgangur að niðurstöðum verði gjaldfrjáls og gagnasafn eins opið og hægt er svo lengi sem nafnleynd þátttakenda er tryggð. Yfirlit yfir niðurstöður og gagnagrunn ÍÆ og undirrannsókna hennar er hægt að nálgast í mælaborði HÉR. Niðurstöður könnunarinnar geta aðilar notað til stefnumótun og ákvörðunartöku.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |