Nú eru 10. bekkingar örugglega farnir að huga að því hvað þeir ætla að gera eftir grunnskólann.

Hvað er betra en að vera í heimabyggð í faðmi fjölskyldunnar? Í FSH er fjölbreytt námsframboð sem sjá má hér: http://www.fsh.is/namid/namsbrautir/ . FSH hefur boðið sterkum námsmönnum í 10. bekk upp á kjarnaáfanga samhliða námi sínu í Borgarhólsskóla.

Nemendur sem stefna á verknám geta hæglega tekið bóklegar greinar í FSH sem eru síðan metnar inn í skóla sem bjóða upp á verknám.

FSH leggur sig fram við að veita góða þjónustu og halda vel utan um hvern og einn einstakling.

Þú getur kynnt þér framboðið á heimasíðu skólans www.fsh.is eða með því að senda tölvupóst á starfandi námsráðgjafa hjordis@fsh.is og áfangastjóra brl@fsh.is


Athugasemdir