Nýja testamenntið
Föstudaginn 15...
Föstudaginn 15. september fengu nemendur í 5. bekk góða heimsókn í listgreinatíma. Það voru fjórir félagsmenn úr
Gídeonfélaginu á Akureyri sem komu færandi hendi með Nýja testamentið. Á hverju hausti í yfir 40 ár hafa hafa félagar í
Gideon hreyfingunni heimsótt grunnskóla landsins og gefið nemendum í 5. bekk Nýja testamenti.
Þegar Nýja testamentin eru gefin er byrjað með stuttri kynningu á Gideonfélaginu. Síðan voru testamentin afhent hverju m nemanda persónulega
með handabandi. Kennt er örlíðið á bókina og flett upp á nokkrum versum og þau lesin saman. Nemendur fylgdust með að athygli og voru
ánægðir með nýju bókina sína sem á örugglega eftir að koma sér vel í framtíðinni.
Gídeonfélagið á Íslandi var stofnað í ágúst 1945. Félagið dreifir Nýja testamentum og
Biblíum til tíu ára skólabarna, á hótelherbergi, við sjúkrarúm, við rúm aldraðra á dvalarheimilum, í
fangaklefa og víðar.
Gídeonfélagið á Íslandi er hluti af Alþjóðasamtökum Gídeonfélaga.