Um langt skeið hafa ýmsir kennarar Borgarhólsskóla, áður Barnaskóla Húsavíkur, lagt sig sérstaklega eftir því að glæða áhuga nemenda á fuglum...
Um langt skeið hafa ýmsir kennarar Borgarhólsskóla, áður Barnaskóla Húsavíkur, lagt sig
sérstaklega eftir því að glæða áhuga nemenda á fuglum. Á skólasafninu er vísir að fuglasafni, góðar
fuglabækur og annar fróðleikur um fugla. Í áratugi hafa safnakennarar skólans, fyrst Arnheiður Eggertsdóttir síðar
Björg Sigurðardóttir, staðið fyrir árlegri skráningu á komu farfugla.
Oft hefur skólinn efnt til fuglaskoðunar með nemendum, m.a. við Mývatn og Laxá. Þegar
líður að vori hefur tíðkast að vinna margvísleg fuglaverkefni sem jafnan eru á boðstólum á skólasafninu og einstökum bekkjum.
Árlega hafa nokkrir nemendur orðið „sérfræðingar“ um fugla enda eru margir áhugasamir fuglaskoðarar á
Húsavík. Fuglavefur Borgarhólsskóla var smíðaður til heiðurs Arnheiði Eggertsdóttur fyrrum kennara skólans en hún
glæddi áhuga margra nemenda á fuglum þann langa tíma sem hún starfaði við skólann. Á fundi í Borgarhólsskóla
síðasta vetrardag, þann 20. apríl 2005, að viðstöddum kennurum og gestum, opnaði Arnheiður vefinn. Nú hefur vefurinn
verið endurhannaður og settur upp með annarri tækni í samstarfi Óskars Birgissonar fyrrum vefstjóra skólans. Við munum leita í
smiðju til áhugamanna hér um slóðir, m.a. Náttúrustofu Norðurlands eystra á Husavík, með fuglafréttir og hugleiðingar
af ýmsu tagi.
Óska þess að fuglavefur Borgarhólsskóla glæði áhuga fyrir fuglum og verði til þess að nýir ,,sérfræðingar“
og annað áhugafólk bætist í hóp fuglavina.
Halldór Valdimarsson skólastjóri