- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur voru viðstaddir opnun ljósmyndasýningar Ástu Kristjánsdóttur í Safnahúsinu á Húsavík núna í morgun. Sýningin ber nafnið Óskir íslenskra barna og er sterk og áhrifamikil sýning. Um leið ákveðin ádeila á samtímann og vitundarvakning.
Sýningin er gjöf Barnaheilla til íslenskra barna í tilefni af 25 ára afmælis Barnasáttmálans og samtakanna. Ásta vann sýninguna í samstarfi við Barnaheill með tilveru barna að leiðarljósi. Veröld barna er átakanleg og kemur sýningin inn á andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, fátækt og vanlíðan barna. Sýningin byggir á innihaldi Barnasáttmálans sem má lesa HÉR. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa mögnuðu sýningu.
Ásta Kristjánsdóttir, mynd visir.is
Ein af myndunum á sýningunni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |