Öskudagur 2013
Kennt er skv. stundaskrá allra bekkja til klukkan 12.00 þennan dag. Nemendur borða áður en skóla lýkur.
Við hvetjum alla til að mæta í búning og hafa gaman af. Frístundaheimilið Tún opnar kl. 12.00 fyrir þá nemendur sem þar eiga að vera. Þá minnum við á Öskudagsdagskránna í Íþróttahöllinni. Vetrarfrí hefst kl. 12.00 sama dag. Nemendur mega svo mæta í skólann að nýju mánudaginn 10.mars skv. stundaskrá.