Öskudagurinn

Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur...

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur... 

Eftirvæntingin eftir að sýna sig og sjá aðra er mikil þennan dag og gleði ríkti meðal nemenda og starfsfólks  sem mættu í búningum og gerðu ýmislegt skemmtilegt í tilefni dagsins. Öskudagslögin voru æfð og sungið var miklum krafti sem og dansað. Um hádegi lauk kennslu og nemendur gengu út í góða veðrið til að halda áfram að syngja.

Myndir má sjá hér.