Óveður og skólahald

Nú hefur vetur konungur tekið öll völd og því er nauðsynlegt að allir séu meðvitaðir um hvaða hátt við höfum á í Borgarhólsskóla...
Nú hefur vetur konungur tekið öll völd og því er nauðsynlegt að allir séu meðvitaðir um hvaða hátt við höfum á í Borgarhólsskóla.
Þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk mætir í skólann þannig að þar er alltaf einhver til taks. Skólahaldi er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum. Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það og skráð verður leyfi á barnið. Bresti á vont veður á skólatíma og foreldrar treysta barni sínu ekki til að fara sjálft heim eru þeir beðnir um að ná í barnið og láta skólann jafnframt vita.
Ákveðið hefur verið að hafa þann hátt á ef veður er mjög slæmt að koma tilkynningu á heimasíðu skólans og í útvarp snemma morguns þar sem foreldrar eru hvattir til að hafa börn sín heima.

Athugasemdir