Peysur & bolir

Peysur & bolir
Peysur & bolir
Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að skipta um skólapeysur. Fyrr á þessu skólaári gafst nemendum kostur á að panta sér peysu. Á morgun fimmtudag og föstudag verður hægt að koma og máta frá klukkan 15 – 17 andyri skólans, gamli inngangur. Í stað peysunnar sem við vorum með kemur hettupeysa en bolurinn er áfram svartur. Vegna þessa ætlum við að hafa það þannig að um leið og pantað er þarf að greiða.

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að skipta um skólapeysur. Fyrr á þessu skólaári gafst nemendum kostur á að panta sér peysu. Á morgun, fimmtudag og föstudag verður hægt að koma og máta frá klukkan 15 – 17 andyri skólans, gamli inngangur. Í stað peysunnar sem við vorum með kemur hettupeysa en bolurinn er áfram svartur. Vegna þessa ætlum við að hafa það þannig að um leið og pantað er þarf að greiða.

Sama verð verður og kostar peysan 5000 en bolurinn 3000 og ef keyptir eru tveir þá kosta þeir 5000.

Við munum bjóða upp á mátun í frímínútum á morgun og föstudag. Ég læt fylgja með mynd svo þið sjáið hvernig peysu við erum að tala um. Ef þið komist ekki á þeim tíma sem mátunin fer fram er hægt að hafa samband við Jónu Kristínu og finna tíma jona@borgarholsskoli.is

Við viljum minna á að þetta er liður í fjáröflun 10. bekkjar og peysurnar eru merktar 2016 svo þær eru líka fínar á næsta skólaári.

Enn og aftur biðjumst við afsökunar á þessu en treystum á að þetta gangi fljótt fyrir sig. Við stefnum á að afhenda peysurnar fljótlega eftir páskafrí.

Jóna Kristín

10. bekkur