Piparkökuhúsasamkeppni

Föstudaginn 7. desember – á verkstæðisdaginn efnum við til samkeppni um skemmtilegasta, frumlegasta og fallegasta piparkökuhúsið.

Í fyrra bárust mörg falleg hús og í ár verða örugglega ennþá fleiri !

Tekið verður á móti húsunum í andyri Borgarhólsskóla á milli 15.00 – 16.00 fimmtudaginn 6. des og föstudaginn 7. des kl. 11.00 mun skólastjóri tilkynna niðurstöður dómnefndar.

Dómnefnd verður skipuð einum fulltrúa nemenda, listgreinakennara, fulltrúa foreldra og skólaliða.