- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í sjöunda bekk hófu forræktun á grænmeti fyrir skemmstu. Þeir voru að læra um Ísland og landið sem ferðamannastað. Þeir settu plómutómata, papriku, hvítlauk, blaðlauk og kartöflur í forræktun. Útbúinn var ræktunarreitur á skólaóðinni fyrir kartöflu- og laukræktun. Vonandi verður uppskeran góð.
Í aðalnámskrá grunnskóla – náttúrurgreinar kemur m.a. fram í hæfniviðmiðum við lok sjöunda bekkjar að nemandi getur; greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir, framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni og rætt um hvernig ræktanlegt land er notað og ýmsar hliðar landnotkunar og verndunar gróðurs.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |