Reykjaferð 7. bekkjar

Stuð og mjög góð stemning á Reykjum   Að venju fara nemendur 7...
Stuð og mjög góð stemning á Reykjum
 
Að venju fara nemendur 7. bekkjar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þessa vikuna dvelja krakkarnir okkar þar. Fréttir herma að þar gangi allt vel og mikil stemning og gleði sé í hópnum. Krakkarnir hafa fræðst um fjármál, heimsótt Byggðasafnið á Reykjum og lagt kapp á íþróttir og hreyfingu. Á Byggðasafninu smökkuðu sumir hákarl í fyrsta skipti og þótti nóg um. Krakkarnir fara í ýmsa skemmtilega leiki til að kynnast, fara í stöðvavinnu og fá útrás í trommuleik. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur með skemmtiatriðum bæði frá nemendum og stafsfólki.
   Krakkarnir okkar standa sig mjög vel bæði í starfi og leik enda geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Dvölin er hálfnuð og hafa sumir eignast nýja vini og kynnst krökkunum úr Hvassaleytisskóla í Reykjavík og Myllubakkaskólaí Reykjanesbæ.
HBH