- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Verkefnið Reyklaus bekkur hófst í Finnlandi fyrir 30 árum. Ísland tekur nú þátt í tuttugasta og fyrsta sinn. Allir nemendur sjöundu, áttundu og níundu bekkjar grunnskóla geta tekið þátt ef enginn nemandi í bekknum notar tóbak eða rafrettur. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í að draga úr notkun á tóbaki. Embætti landlæknis heldur utan um verkefnið.
Nemendur sjöunda bekkjar skólans okkar tóku þátt í verkefninu í ár og unnu til verðlauna. Til hamingju krakkar. Nemendur voru hvattir áfram með sköpunargleðina að vopni. Markmiðið með verkefninu í ár var að finna nýjar leiðir til að berjast við tóbakið og rafretturnar. Nemendur fengu það verkefni að skrifa sögur um persónur eða skapa nýjar sem munu móta tóbaks- og rafrettulausa framtíð.
Alls tíu bekkir sem senda inn lokaverkefni vinna til verðlauna. Bekkir sem velja að senda inn lokaverkefni geta unnið fé til ráðstöfunar eins og bekkurinn sjálfur kýs að gera. Upphæðin nemur 5.000 kr. á hvern skráðan nemanda í bekknum. Nemendur sjöunda bekkjar unnu því 175 þús. kr. Aftur, til hamingju krakkar.
Hér fyrir neðan má sjá verkefni þeirra sem var samvinnuverkefni. Smellið á myndina.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |