- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það ríkti algjör ró og innri friður á ýmsum tímum í skólanum í gær. Skólinn var þátttakandi viðburði sem kallast Fiðrildi sem felst í hugleiða saman. Hugleiðslan er einföld og aðgengileg.
Markmiðið með viðburðinum er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að friðsæld og vellíðan barna og stuðla þannig að innri og ytri friði í tilverunni. Börn sem læra snemma að róa hugann og finna sinn innri frið fá dýrmætt veganesti út í lífið.
Viðburðinum er haldinn af styrktarfélaginu Jógahjartað sem hefur með ýmsum hætti verið farvegur menntunnar, fræðslu og kennslu í jóga og hugleiðslu fyrir börn á grunnskólaaldri síðastliðin þrjú ár.
Nemendur komu saman í kennslustofum með kennurum sínum og starfsfólk hugleiddi sömuleiðis hvert á sínum stað.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |