Nemendur 10...
Nemendur 10. bekkjar brydda upp á nýjungum á verkstæðisdaginn. Í vikunni
mættu þeir í heimilisfræðistofuna ásamt umsjónarkennurum sínum, þeim Brynhildi og Höllu Rún og gerðu dýrindis
brjóstsykur sem þeir ætla svo að selja á verkstæðisdaginn. Molarnir eru með nokkrum mismunandi bragðtegundum, lakkrís, peru, kók,
jarðarberja og sítrónubragði. Fyrstir koma fyrstir fá, það er takmarkað upplag af molunum. En hugmyndina að brjóstsykursgerðinni fengu
krakkarnir á Laugum í Sælingsdal, þar sem þeir dvöldu í viku sl. vetur.
Halla Rún