Salur

Á miðvikudögum er alltaf samkoma í skólanum.

Á miðvikudögum er alltaf samkoma í skólanum. Það sem við köllum Salur. Þá sér einn bekkur um samkomuna og býður til skemmtunar nemendum skólans svo og gestum s.s foreldrum.

Markmið með samkomu á sal er m.a. að:

  • örva samkennd
  • efla sjálfsmynd
  • glæða skapandi hugsun
  • styrkja siðvit
  • gleðjast og fræðast

Við náum markmiðunum með því að m.a.

  • undirbúa nemendur sem sýna á sal og gefa öllum tækifæri á þátttöku
  • þjálfa nemendur í að hlusta og sýna virðingu þeim sem koma fram
  • sýna almenna háttvísi
  • syngja saman
  • láta gesti finna að þeir séu velkomnir.

12.október sá 2. bekkur um salinn og gerðu nemendur það með mikilli prýði.
Má hér horfa og hlusta á sýnishorn.